Landsbankinn vill vera til fyrirmyndar og vera í fararbroddi í uppbyggingu velferðar til framtíðar í íslensku samfélagi. Samfélagsstefna bankans miðar að því að stuðla að sjálfbærni, að bankinn verði hreyfiafl og starfi í samræmi við ábyrga stjórnarhætti.
„Samfélagsábyrgð er mikilvægur þáttur í starfsemi Landsbankans. Landsbankinn ætlar að vera í fararbroddi í uppbyggingu velferðar til framtíðar í íslensku samfélagi.“
- Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri.
Landsbankinn gefur árlega út samfélagsskýrslu þar sem viðmiðum Global Reporting Initiative (GRI) er fylgt. Við gerð skýrslunnar er reynt að veita innsýn í það sem vel er gert, það sem betur má fara og álitamál sem komið hafa upp við innleiðingu samfélagsábyrgðar.
Landsbankinn er stærsta fjármálafyrirtæki landsins með víðtækasta útibúanetið. Landsbankinn veitir einstaklingum, fyrirtækjum og fjárfestum trausta og alhliða fjármálaþjónustu sem byggir á langtíma viðskiptasambandi.
Samfélagsskýrslan er gerð með hliðsjón af viðmiðum Global Reporting Initiative (GRI). Skýrslunni er ritstýrt af utanaðkomandi ráðgjafa en upplýsingar sem hún byggir á koma frá deildum bankans og birgjum.