Efnahagur

EC1 - Bein efnahagsleg verðmæti

Bein efnahagsleg verðmæti í milljónum* 2015 2016 Breyting
Tekjur 72.363 48.217 -33%
Rekstrarkostnaður 9.100 9.050 -1%
Laun og launatengd gjöld 13.754 14.049 2%
Arðgreiðslur til hluthafa 23.687 28.538 20%
Tekjuskattur og sérstakur skattur 12.418 8.543 -31%
Styrkir til samfélagsins 215 196 -9%
Samtals efnahagslegt framlag 59.175 60.376 2%
Efnahagslegur ávinningur 13.188 -12.159 -192%
Hlutfall efnahagslegs framlags af tekjum 82% 125% 53%

*Upplýsingar á samstæðugrundvelli

EC2 - Fjárhagsleg áhrif, áhætta og tækifæri fyrirtækisins í tengslum við aðgerðir vegna loftslagsbreytinga

Landsbankinn hefur ekki metið áhættu vegna loftslagsbreytinga sérstaklega en telur engu að síður nauðsynlegt að fylgjast náið með þróun þeirra mála, bæði vegna tækifæra í viðskiptum sem og áhrifa á afkomu viðskiptavina sinna.

Útfærsla landsmarkmiðs um losun gróðurhúsalofttegunda vegna Parísarsamkomulagsins mun væntanlega liggja fyrir á þessu ári hvað varðar Ísland og Noreg og ríkin 28 í ESB. Ísland er á sama báti og 29 önnur Evrópuríki og staðfest er að þau verði með í sameiginlegu markmiði um minnkun losunar um 40% en ekki er ljóst hver hlutur einstakra ríkja verður.

Landsbankinn telur ljóst að horfa þurfi til þessara mála þegar kemur að ákvörðunum um útlán, fjárfestingar og þróun fyrirtækja. Ný markmið og reglusetningar á þessu sviði munu líklega hafa víðtæk áhrif á atvinnulíf í heiminum á næstu árum og áratugum. Að mati bankans kann atvinnulífið að þurfa að tileinka sér nýja hugsun í fjárfestingum og fjármögnun verkefna sem tengjast þróun loftslagsmála á næstu árum.

Landsbankinn stóð fyrir ráðstefnu um Parísarsamkomulagið í loftslagsmálum í Hörpu í febrúar. Markmið fundarins var að varpa ljósi á margvísleg áhrif sem aðgerðir gegn loftslagsbreytingum kunna að hafa á íslenskt atvinnulíf og fjárfestingar.


EC3 – Skuldbindingar vegna lífeyrisgreiðslna og hvatakerfa

Auk lögbundinnar skyldutryggingar lífeyrisréttinda greiðir Landsbankinn sem svarar 2% af heildarlaunum starfsmanns í séreignarsjóð fyrstu þrjú starfsár viðkomandi en 7% eftir það. Réttur til þessarar greiðslu lýtur sömu reglum og önnur starfsaldurstengd réttindi vegna starfa í öðru fjármálafyrirtæki. Engar aðrar framtíðarskuldbindingar eru bókfærðar hjá bankanum vegna lífeyrisgreiðslna. Engar framtíðarskuldbindingar eru bókfærðar hjá bankanum vegna hvatakerfa.

EC4 – Fjárhagslegur stuðningur frá opinberum aðilum

Ríkissjóður er stærsti eigandi Landsbankans og á 98,2% hlut í bankanum en ekki er litið á hlut ríkisins sem ríkisstyrk.

EC6 – Hlutfall stjórnenda frá nærsamfélagi

Landsbankinn skilgreinir Ísland sem nærsamfélag sitt. Allir bankaráðsmenn eru búsettir á Íslandi. Bankastjóri og framkvæmdastjórar eru íslenskir með búsetu á landinu.


EC9 - Stefna og hlutfall innkaupa frá birgjum úr nærsamfélagi

Landsbankinn skilgreinir Ísland sem nærsamfélag sitt og leitast við að eiga viðskipti við íslenska birgja, að því gefnu að það sé hagkvæmt. Á landsbyggðinni leitast bankinn við að skipta við heimamenn, enda uppfylli þeir skilyrði innkaupastefnu bankans.

Af þeim birgjum, sem eru með samning í yfir 1 ár, eru 39 innlendir og 33 erlendir.

Heildargreiðslur til birgja árið 2016 námu 7.493 milljónum króna. Innkaup á Íslandi eru skilgreind hér sem innkaup í íslenskum krónum og voru þau 91% af öllum innkaupum bankans á árinu.5 Lækkun var á aðkeyptri sérfræðiþjónustu, hugbúnaði og upplýsingaveitum á árinu. Þessar upplýsingar eru á samstæðugrundvelli.

Stærstur hluti erlendra innkaupa bankans tengist upplýsingatækni og er skipting meginútgjaldaflokka eftirfarandi:

Hlutfall innkaupa frá innlendum og erlendum birgjum

 

Hlutfall birgja eftir flokkum Hlutfall af heild  Innlendir Erlendir
Upplýsingatækni 34% 81% 19%
Rekstur fasteigna 20% 100% 0%
Markaðskostnaður 11% 100% 0%
Annað 35% 93% 7%

5 Ekki er tekið tillit til reksturs fullnustueigna.