Stefna í samfélagsábyrgð

Framtíðarsýn Landsbankans í samfélagsábyrgð: Við ætlum að byggja upp velferð til framtíðar í íslensku samfélagi.

Landsbankinn er traustur samherji í fjármálum

Við ætlum að byggja upp velferð til framtíðar í íslensku samfélagi. Samfélagsstefna Landsbankans miðar að því að rekstur bankans stuðli að sjálfbærni í íslensku samfélagi, hann sé hreyfiafl og starfi í samræmi við ábyrga stjórnarhætti. Efnahagslíf, samfélag og náttúra eru hluti af sama kerfinu og vöxtur fyrstnefndu þáttanna tveggja getur ekki farið út fyrir þau endanlegu takmörk sem náttúran setur. Sjálfbærni vistkerfa og öflugt atvinnulíf eru samþætt og samrýmanleg en ekki andstæður.

Við ætlum að vera hreyfiafl í samfélaginu. Í þeim tilgangi munum við eiga frumkvæði að samstarfi við fyrirtæki, stofnanir og samtök um nauðsynlegar breytingar á atvinnuháttum og innviðum sem stuðla að aukinni sjálfbærni íslensk atvinnulífs og samfélags með það að markmiði að tækifæri Íslands í þessu sambandi verði nýtt með sem bestum hætti fyrir land og þjóð til framtíðar. Saman sköpum við ný viðskiptatækifæri með áherslu á sjálfbærni.

Stefna Landsbankans er að vera til fyrirmyndar og að vera traustur samherji í fjármálum. Við ætlum að vera í fremstu röð hvað varðar samfélagsábyrgð fyrirtækja á Íslandi.

Fyrir árslok 2018 ætlum við að:

  • Tryggja að allir starfsmenn hafi þekkingu á og skilji hvað felst í sjálfbærni.
  • Eiga markvisst samtal við viðskiptavini, birgja og samfélagið um sjálfbærni og samfélagsábyrgð í fjármálastarfsemi.
  • Innleiða grunnviðmið sjálfbærni í ákvarðanatöku bankans.
Í sjálfbæru samfélagi er tryggt að uppsöfnuð áhrif athafna mannsins séu ekki umfram getu náttúrunnar til að vinna úr þeim. Þetta á við um:
Skýr stefna í samfélagsábyrgð hefur jákvæð áhrif á útlán og ávöxtun fjárfestinga til lengri tíma og dregur úr áhættu bankans. Við ætlum að láta gott af okkur leiða, enda teljum við það styðja við það markmið bankans að viðskiptavinir geti sagt „svona á banki að vera”.

Grunnviðmið sjálfbærni

Við ætlum að fylgja þremur grunnviðmiðum sem lúta að umgengni við náttúruna og einu samfélagslegu viðmiði.

Í framtíðinni munum við þurfa að taka ákvarðanir í álitamálum sem ómögulegt er að sjá fyrir. Grunnviðmiðin um sjálfbærni munu leiðbeina okkur í þeirri ákvörðunartöku.

Sjálfbærni vistkerfa

Þegar rætt er um þjónustu vistkerfa er átt við að mannkynið nýtir sér þjónustu eða afrakstur vistkerfa náttúrunnar, s.s. náttúruauðlindir og ýmis náttúruleg ferli. Náttúran og þjónusta vistkerfa er í grundvallaratriðum mikilvægasti framleiðsluþátturinn í hagkerfinu. Oft er rætt um að umhverfið, samfélagið og hagkerfið séu eins og þrífótur þar sem hver fótur styður við hina tvo. Einnig má hugsa um samspil þessara þátta sem þrjú háð mengi, þar sem umhverfið er stærsta mengið sem samfélagið og hagkerfið eru hluti af. Umhverfið er hinn náttúrulegi höfuðstóll mannskyns sem sér okkur fyrir lífsnauðsynlegri þjónustu vistkerfa. Miðjumengið er samfélagið, eða mannauðurinn. Hagkerfið er minnsta mengið því það stjórnast af reglum og skipulagi hina tveggja mengjanna. Atvinnulífið getur haft veruleg áhrif á getu vistkerfa til að sinna sinni þjónustu, en til að atvinnulífið geti þrifist, þarf það á þjónustu vistkerfa og heilbrigðu samfélagi að halda.

Sjálfbærni vistkerfa og heilbrigt atvinnulíf eru samþætt og samrýmanleg markmið.

Mælingar á árangri

Landsbankinn ætlar að þróa og innleiða sjálfbærnimælikvarða og birta niðurstöður árlega samhliða árskýrslu. Mælikvörðum verður meðal annars beitt á:

  • Framleiðni auðlinda (ávinningur í hlutfalli við notkun auðlinda)
  • Losun skaðlegra efna og mengun frá starfseminni.
  • Losun koltvísýrings frá starfseminni, útlánum og fjárfestingum.
  • Vistspor Landsbankans (álag okkar á vistkerfið).
  • Framlegð og hagnaður til skemmri og lengri tíma.
  • Jafnlaunavottun.
  • Fjölbreytni á vinnustað.

Á næstu árum stefnum við að því að:

  • Vera hreyfiafl í samfélaginu með því að eiga frumkvæði að samstarfi við fyrirtæki og stofnanir um nauðsynlegar breytingar á atvinnuháttum og innviðum sem stuðla að aukinni sjálfbærni íslensk atvinnulífs og samfélags.
  • Taka ákvarðanir um þjónustuframboð og aðra þætti í rekstri bankans út frá forsendum sjálfbærrar þróunar.
  • Hvetja viðskiptavini og samstarfsaðila okkar til að fylgja stefnu um samfélagsábyrgð.
  • Hefja lánveitingar til umhverfisvænna verkefna með útgáfu grænna skuldabréfa í samvinnu við erlenda fjármögnunaraðila.
  • Gæta að sjálfbærni við mat á fjárfestingamöguleikum, lánveitingum og verðlagningu.
  • Greina framtaksfyrirtæki og skráð fyrirtæki með tilliti til sjálfbærni.
  • Vera til fyrirmyndar í aðgerðum gegn peningaþvætti, fjármögnun hryðjuverka og mansals.
  • Tryggja að rekstur bankans hafi sem minnst áhrif á vistkerfið og lágmarka sóun.
  • Meta birgja með hliðsjón af sjálfbærni.
  • Mæla og meta árangur Landsbankans varðandi samfélagsábyrgð og sjálfbærni.

Parísarsamkomulagið

Parísarsamkomulagið er samkomulag í loftslagsmálum frá því í desember 2015. Samkomulagið er það fyrsta sem kveður á um að öll ríki skuli grípa til aðgerða til að draga markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda, takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga og tryggja umtalsvert fjármagn til grænna lausna. Jafnframt kveður samkomulagið á um aðstoð til ríkja sem verða verst úti vegna loftslagsbreytinga.

Ísland fullgilti samkomulagið haustið 2016.

Landsbankinn undirritaði í nóvember 2015 yfirlýsingu um markmið í loftslagsmálum ásamt rúmlega 100 íslenskum fyrirtækjum og stofnunum. Yfirlýsingin var gerð í samstarfi við Reykjavíkurborg og Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð.

Landsbankinn stóð fyrir fundi um Parísarsamkomulagið og áhrif þess á íslenskt atvinnulíf og fjárfestingar í Hörpu þann 25. febrúar 2016.

Ábyrgir stjórnarhættir

Við ætlum að vera til fyrirmyndar í stjórnarháttum og fylgja leiðbeinandi reglum Kauphallarinnar, Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins þar um. Sjá nánar: http://www.stjornarhaettir.com/fyrirmyndarfyrirtaeki

Jafnrétti

Landsbankinn telur styrk í virkri þátttöku einstaklinga sem endurspegla fjölbreytileika samfélagsins í starfsemi bankans. Landsbankinn vill vera í fremstu röð í jafnréttismálum.

Jafnréttisáætlun Landsbankans miðar að því að allir séu jafn réttháir, án mismununar á grundvelli kyns, kyngervis, kynvitundar, kynhneigðar, aldurs, fötlunar, heilsufars, þjóðernis, kynþáttar, litarháttar, uppruna, trúarbragða, skoðana, menningar eða stöðu að öðru leyti, enda lítilsvirðir og misbýður slík mismunun þeim einstaklingi eða hópi sem fyrir henni verður.

Landsbankinn greiðir sömu laun fyrir sömu störf og tryggir að á meðal starfsmanna sé ekki til staðar óútskýrður kynbundinn launamunur.

Nánar um jafnréttismál í Landsbankanum.